Gönguleið vestan við Elliðaárósa

Gönguleið vestan við Elliðaárósa

Leggja gönguleið úr möl frá vestari Elliðaárós að hjólaleiðinni yfir Geirsnefið. Hún þyrfti ekki að vera nema 1m á breidd

Points

Með tilliti til þess að stórt hverfi er í farvatninu (Vogahverfi) þá þarf að opna fleiri græn svæði. Útsýnið frá leiðinni er mjög falleg með hjólbrúna og Elliðaárleirur í forgrunni

Þetta er góð hugmynd að bæta gönguleiðir um svæðið. Slysahætta er þarna á stígunum fyrir gangandi fólk (oft með með hunda) vegna hjólreiðamanna á mikilli ferð, sem margir hverjir nota ekki bjölluna á hjólum sínum. Merkingar eru máðar og ófullnægjandi og sumir hjólreiðamenn virðast ekki átta sig á hættunni þegar þeir koma hljóðlaust æðandi og upp með sér aftan að manni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information