Framhlið fallegu Laugardalslaugarinnar er ósköp óhrjáleg þessa stundina og reyndar öll gamla laugin. Mér finnst það mikið virðingarleysi við þessa sögufrægu byggingu í Laugardalnum. Ég sé fyrir mér að hægt væri að opna plássin á götuhæðinni á framhlið laugarinnar og hafa þar t.d. kaffihús, verslanir, vinnustofur listamanna, svo eitthvað sé nefnt. Einnig mætti gera fallegt svæði með bekkjum, borðum og gróðri þannig að líf skapist á þessu annars dauða svæði. Bestu kveðjur Helga Möller söngkona
Svæðið fyrir framan Laugardagslaugina er hálf ógnvænlegt og sjúskað og ég sé fyrir mér skemmtilegt líflegt svæði eftir þessar framkvæmdir.
Er virkilega óhrjáleg á að líta eins og er, myndi fegra hverfið heilmikið að gera þetta svæði fallegt og bygginguna líka.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation