Bilaplanið við Kvistaborg er illa farið, laust í sér og fullt af holum. Göngustígurinn meðfram leikskólanum er mjög illa farinn með mikil hjólför sem skapa hættu og veldur erfiðleikum í snjómokstri. Bæta þarf kantsteina meðfram göngustígunum og í kringum bílastæðið. Merkja stæði fyrir fatlaða og bæta aðgengi fyrir vörumóttöku og setja upp viðeigandi skylti og bæta lýsingu til að tryggja örygg barna á leið í skólann. Mála bílatæði. Ástand svæðisins er verra í dag en myndin gefur til kynna.
Það þarf sannarlega að bæta bílaplanið og göngustíg. Kvistaborg er leikskóli með mörgum börnum og tilheyrandi bíla- og gangandi umferð en einnig mikið af ungum krökkum sem eiga leið hjá í Fossvogsskóla sem er við hliðina á bílaplaninu.
Brýn þörf er á að lagfæra bifreiðarstæði við Kvistaborg, göngustíg og lýsingu. Ástand malbiks og ástand göngustígs meðfram leikskólanum getur valdið notendum tjóni og er auk þess lýti á umhverfinu. Þá eykur bætt lýsing öryggi barna, ökumanna og annarra sem um svæðið fara og loks leiðir meiri lýsing af sér aukna öryggiskennd.
Mjög mikilvægt að laga bílaplanið. Einnig vantar göngustíg meðfram girðingu fyrir framan bílstæði svo börnin þurfi ekki alltaf að hlaupa fyrir aftan bílana til að komast inn á leikskólalóðina. Bílum oft lagt alveg við girðingu og eina leiðin til að komast að hliði er að ganga fyrir aftan alla bílana, auðvitað ætti að vera göngustígur fyrir framan bílana til að auðvelt og öruggt sé að ganga með börnin að hliðinu.
Mikilvægt að bæta öryggi barna sem eru á leið í skólann með betri lýsingu og merkingum. Það er komið að viðhalid á bílaplaninu, göngustígunum og kantsetinum þar í kring.
Klárlega kominn tími á þessar framkvæmdir.
Mikilvægt að bæta öryggi barna sem eru á leið í skólann með betri lýsingu og merkingum. Það er komið að viðhalid á bílaplaninu, göngustígunum og kantsetinum þar í kring.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation