Öruggari gönguleið yfir Kringlumýrarbraut v Hamrahlíð

Öruggari gönguleið yfir Kringlumýrarbraut v Hamrahlíð

Mikil umferð gangandi og hjólandi vegfarenda er yfir Kringlumýrarbraut milli Kringlunnar og Hamrahlíðar/Suðurvers. Þyrfti að vera göngubrú yfir en lítið pláss Hlíðamegin. Þarna er keyrt á miklum hraða og oft farið yfir á rauðu ljósi.

Points

Mikil umferð gangandi og hjólandi vegfarenda er yfir Kringlumýrarbraut milli Kringlunnar og Hamrahlíðar/Suðurvers. Gangbrautarljós eru mjög lengi að kvikna og það kviknar ekki grænt ljós nema ýtt sé á hnappinn sem margir átta sig ekki á og fólk hleypur yfir þegar umferð er lítil. Þarna er keyrt á miklum hraða og oft farið yfir á rauðu ljósi. Kringlumegin er brekka að götunni þar sem oft er mikill klaki og hætta á að renna út á götuna.

Er algjörlega sammála þessu. Lenti því miður í því um daginn að bíll fór yfir á rauðu og bílinn á eftir honum fylgdi. Þarna var ég komin út á göngubrautina því það var löngu kominn grænn kall og það munið ca. 1,5 meter að ég hefði fengið enn jeppa yfir mig. Það er mjög óþægileg tilfinning að ganga þarna yfir eins og með stóru gatnamótin Miklubraut - Kringlumýrabraut.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information