Setja um leiktæki
Íbúar við Skógarveg 18-22 (80 fjölskylduíbúðir Stúdentagarða) hafa aðgang að einu pínulitlu leiksvæði, sem hentar varla krökkum yfir 4 ára, og svo leikskólalóðinni fyrir ofan LSH í Fossvogi (Borgarsp.). Það væri frábært að fá almennilegt leiksvæði fyrir neðan spítalann. Slíkt myndi líka nýtast íbúum hins nýja Lautarvegs, Markarvegs, Kjarrvegs og Á-landa.
Þetta er hverfi sem er mikið að endurnýjast og vantar betri og fleiri leiktæki fyrir börnin. Frekar langt er að fara yfir í svæði sem heita Lönd (þarna eru götuveigir Vegur). Mikið autt svæði bæði í Fossvogsdalnum og svæði milli húsa, bílastæða. Fyrir eru mjög litlir leikvellir sem mætti betrumbæta með nýrri tækjum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation