Húsatóftir við Breiðholtsbæ eru merkar menjar. Það væri kjörið að setja upp bekk og nestistborð á svæðið. Gæta þarf þess að hafa alltaf vel slegið svo sjáist í tóftirnar. Skilti sem sett var upp þarf að þrífa, búið að tússa á það.
Húsatóftir við Breiðholtsbæ eru merkar menjar. Breiðhyltingar mættu gjarnan kynna sér þennan stað. Kjörið er fyrir nemendur og kennara að fara á staðinn í tengslum við nám. Nauðsynlegt er að sýna tóftunum virðingu, hafa hreint, slá reglulega og að upplýsingaskilti séu í góðu standi. Kjörið væri að hafa bekki og borð til að snæða nesti, það myndi auka nýtingu á svæðinu.
en að leyfa áhugasömum , td árna johnsen , að byggja upp bæinn í sjálfboðavinnu, nóg af timbri hent í sorpu, en þá kvarta byggingafræðingar um styrkleika veggja og þaks ef þeir fá ekki að vera með, var þetta torfbær , svo spurning um nýtingu , túristagisting . eða er bannað að vera í ósamþykktum húsum. það var gert trjáhús uppi í hárri furu í borg í noregi og gisting þar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation