Nýr körfuboltavöllur við Álftamýrarskóla
Krakkar sem ganga í Álftamýrarskóla eru í raun ekki með neitt íþróttafélag í kringum sig þar sem hægt er að æfa körfubolta. Því er mikilvægt að krakkarnir geti iðkað körfubolta jafnvel þó þeir geti ekki æft íþróttina. Þegar krakkarnir eru síðan orðnir nægilega gamlir geta þeir mætt á æfingu með Val. Ég hef kynnst mörgum í gegnum tíðina sem búa á svæðinu sem höfðu áhuga á körfubolta en voru einfaldlega það stressaðir að mæta á æfingu vegna getu þeirra að þeir prufuðu aldrei æfingu.
Afskaplega góð hugmynd. Ég hef heyrt um marga sem hafa slasað sig á þessu malbiki og ég veit að þarna myndast oft pollar sem gerir fólki ókleift að stunda þessa frábæru íþrótt!
Ég er í skólanum og það er ómögulegt að spila á vellinum. Það er hálfgert steinabeð nálægt vellinum og er því steinar á vellinum sem er algjör slysahætta. Ég fékk heilahristing við að spila körfubolta, ég hrasaði við holu á vellinum og skallaði stöngina sem heldur körfunni uppi. Auk þess er girðing alveg upp við völlinn og lenda krakkar á henni þegar þeir detta. Þetta þarf einfaldlega að laga!
Þessi völlur er eintóm slysahætta þar sem ég handleggsbrotnaði þar í sumar
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation