Betri staðsetning göngu/hjólastígs meðfram Kringlumýrarbraut
Kringlumýrarbrautin er ein af fjölförnustu og háværustu aksturleiðinn í borginni. Umferð gangandi og hjólandi austan megin við brautina er á milli akbrautarinnar og hljóðmanarinnar. Sú högun er aðför að þeim sem nota virkan ferðamáta á þessum slóðum vegna slysahættu og loftmengunar. Með því að færa umferð gangandi og hjólandi inn fyrir hljóðmönina (og færa mönina nær götunni) minnkar slysahættan og umferðar-hávaðinn í eyrum þeirra sem þarna hjóla eða ganga.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation