göngubrú/undirgöng yfir Suðurlandsbraut inn í Laugardal
https://www.visir.is/g/20222319563d/valt-a-hlidina-a-sudur-lands-braut
Löngu tímabær samgöngu- og öryggisbót. Það er ekkert vit í því að þessi gatnamót haldi áfram að skilja Laugardal og Háaleiti í sundur. Eina "hverfislaugin" okkar er í Laugardal og það er lítil hætta á því að maður sendi ung börn ein yfir þessi gatnamót. Það er varla hægt að ná yfir þau þó maður sé fullorðinn einstaklingur (þá sjaldan sem ljósið verður grænt fyrir gangbrautina).
Mjög mikilvægt að auka öryggi gangandi þarna, sér í lagi barna. Það er ekki langt frá háaleiti í laugardal en engin góð gönguleið. Umferð um Suðurlandsbraut er hröð og þung og gatnamótin mjög óörugg vegna beyjuakreina sem eru ekki með gönguljós.
Öruggari leið fyrir gangandi og eða hjólandi vegfarendur.
Ekið var á dóttur mína núna í byrjun mánaðarins þegar hún var á leið yfir gangbraut þarna þrátt fyrir að það var grænt ljós hjá henni. Þetta er nauðsynleg framkvæmd.
Þessi hugmynd hefur verið uppi í mörg ár og gífurlega nauðsynleg. Öryggi umfram allt
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation