Hundagerði

Hundagerði

Að smá opið svæði, annaðhvort í dalnum eða við Reynisvatn, verði afgirt fyrir hunda til að hlaupa um frjálsa.

Points

Hundaeign er mjög algeng í Grafarholti og fer vaxandi. Ekki óalgengt að mæta allt að 10 manns úti að ganga með hundinn sinn, t.d. í lok vinnudags. Hundagerði myndi fækka þeim tilvikum þar sem fólk freystast til að sleppa hundinum lausum, t.d. við Reynisvatn, til að leyfa þeim að hlaupa aðeins. Myndi einnig, vonandi, minnka hundaskít á og við göngustíga...

Mér vitanlega er það einungis á Geirsnefi sem sleppa má hundum lausum. Annað svona svæði í Grafarholtinu myndi óhjákvæmilega auka umferð inn í hverfið, því hundaeigendur úr austurhluta Reykjavíkur kæmu þá frekar hingað. Tel að hverfispotti Grafarholts sé betur varið til ýmissa annarra mála.

Sæll Magnús. Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur verið að skoða þessa hugmynd og óskar eftir hugmyndum að nánari staðsetningu.

Eðlileg staðsetning væri í Úlfarsárdalnum með góðri tengingu við núverandi göngustígakerfi svo hundaeigendur beggja vegna við ættu jafn auðvelt með að komast að gerðinu í göngutúr með hundana sína.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information