Þrengja Hofsvallagötu neðan/sunnan Hringbrautar, líkt og búið er að gera á kaflanum frá Landakoti að Hringbraut
Aukið umferðaröryggi með því að draga úr hraðakstri.
Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað þessa hugmynd. Hann telur hana ekki tæka í kosningu um Betri hverfi af þeirri ástæðu að Hofsvallagatan er nú þegar í öðru ferli og heildarendurskoðun. Þar eru þessar hugmyndir eru til umræðu. Búið er að samþykkja þrengingu milli Hagamels og Hringbrautar.
Reykjavík á eflaust heimsmet í hraðahindrunum, þrengingum og gangbrautarljósum. Það er nauðsynlegt að leyfa einhverjum stoðbrautum inn og útúr hverfum að halda sér sæmilega auðveldum til aksturs. Hofsvallagata er breið gata og með nægilega mörgum gangbrautum einsog er. Nægilegt væri að banna bifreiðastöður, einkum austan megin milli Hagamels og Hringbrautar. En í Guðs bænum ekki fleiri hraðahindranir og þrengingar!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation