Í fyrrasumar (2012) var lífgað upp á torgið við Arnarbakka. Það væri fínt ef það verkefni væri endurtekið.
Dregur að sér fólk og fær það til að staldra við og njóta lífsins. Fólk hittist á torgum og ræðir saman. Eflir náunga/nágranna-kærleikann.
Það er grasbali norðan við Arnarbakka verslunarkjarnann og voru þar settir upp sveppakollar og hengirúm. Þetta var lítil framkvæmd sem lífgaði upp á svæðið. Jafnvel mætti fá samsvarandi á fleiri staði í Breiðholtinu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation