Verkefnið felst í því að setja upp battavöll í Vesturbæinn. Tala við KSÍ og þau sjá þá um að panta og setja upp. Völlinn mætti staðsetja á hentugum stað í Vesturbænum eða í nágrenni við KR. Hann gæti kostað um 10 milljónir.
Verkefnið er mikilvægt vegna þess að battavellir eru mjög mikilvægir fyrir iðkun knattspyrnu og þá er að finna í öðrum hverfum Reykjavíkur og sveitarfélögum.
Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað þessa hugmynd. Hugmyndin sprengir fjárhagsrammann fyrir Betri hverfi og er því ekki tæk í kosningu. Faghópur vill engu að síður halda hugmyndinni í ákveðnu ferli. Hann mun því mælast til þess við endanlega uppstillingu hugmynda til kosningar að þessi hugmynd verði send íþrótta- og tómstundaráði til meðferðar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation