Verkefnið felst í því að setja upp eitt stykki hreystivöll í Vesturbæinn, á skólalóð Hagaskóla eða á hentugum stað í hverfinu. Völlinn mætti kaupa hjá Skólahreysti sem myndi sjá um uppsetningu hans í samráði við skólastýru Hagaskóla. Hann gæti kostað á bilinu 3-5 milljónir.
Völlurinn myndi stuðla að hreyfingu ungmenna í Vesturbænum og skapa aðstöðu fyrir krakka til að leika sér.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation