Hvað viltu láta gera? Setja frisbígolfkörfu á skólalóð eða heppilegt svæði í nágrenni skólanna í hverfinu. Hvers vegna viltu láta gera það? Frisbígolfvellir eru orðnir mjög vinsælir en alls eru nú 7 alvöru vellir í Reykjavík. Með því að setja frisbígolfkörfu og leiðbeiningar um frisbígolfleiki og þrautir á hverja skólalóð fá krakkarnir tækifæri til að leika sér í að pútta á körfurnar og eykst þá fjölbreytnin í því sem þau geta leikið sér í. Þetta er ódýr og einföld leið til að auka úrvalið af skemmtilegum útileikjum í hverfinu.
Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Sammála. Frisbígolf virðist vera æ vinsælla bæði fyrir börn og fullorðna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation