Hvað viltu láta gera? Göngubrú yfir Kringlumýrarbraut milli Háaleitis- og Miklubrautar. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að bæta öryggi vegfarenda og skólabarna, bæta tengingu milli Háaleitis- og Hlíðahverfis, og stytta ferðatíma gangandi og hjólandi.
Þetta er bara hugmynd að staðsetningu og hugsuð sem framhald af Háteigsvegi. Auðvitað mætti líka færa hana sunnar og taka frekar mið af Starmýri.
Bætt öryggi og tenging milli hverfa
Þetta myndi bæta umferðaröryggi mikið þar sem það er mikil umferð um ljósin á Háaleitisbraut/Kringlumýrabraut og á Kringlumýrabraut/Miklabraut (við Kringlu). Á ljósunum Háaleitisbraut/Kringlumýrabraut er auk þess mjög mikið um að bílar sem eru að beygja frá Háaleitisbraut, til vinstri yfir á Kringlumýrabraut fari yfir á rauðu ljósi og því stórhættulegt fyrir gangandi vegfarendur að ganga þar yfir :( Göngubrú þarna yfir er því nauðsynleg!
Frábær hugmynd en enn betra væri gera þessa tengingu með gönguljósum þar sem gangandi og hjólandi vegfarendur kæmust yfir án þess að þurfa klífa rampa eða tröppur. Slík ljós er að finna við Hamrahlíð, Lönguhlíð og Stakkahlíð og reynast vel. Þar að auki myndu gönguljós hæga verulega á bílaumferðinni á þessum kafla en ökumenn freystast gjarnan til að gefa verulega í þarna. Að hægja á umferðinni þarna myndi þar að auki gera gatnamótin við Háaleitisbraut öruggari fyrir gangandi, hjólandi og bílandi.
Auðveldar börnum sem eiga vini sitthvoru megin við brautina að fara í heimsókn á öruggan hátt, opnar fyrir íþróttaiðkun á Framvellinum fyrir krakka.
Frábær hugmynd, en þið verðið að hafa þetta mitt á milli ljósa. Þetta er of norðarlega. Svo er ekki pláss fyrir göngubrú þarna nema grafa götuna niður, sem er auðvitað það eina rétta í stöðunni.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation