Hraðahindrun/þrenging í Kvistaland til að auka öryggi barna

Hraðahindrun/þrenging í Kvistaland til að auka öryggi barna

Hvað viltu láta gera? Auka öryggi barna við skóla og leikskóla með því að setja hraðahindrun eða þrengingu í Kvistaland til að draga úr umferðarhraða Hvers vegna viltu láta gera það? Innst í Kvistalandi er leikskólinn Kvistaborg. Þangað streymir talsverð umferð á morgnana og seinni part dags. Fyrir neðan Kvistaland liggur skólalóð Fossvogsskóla. Stór hluti þeirra barna sem býr í hverfinu gengur/hjólar niður göngustíg á milli Kvistalands 10 og 12, (14 og 16) yfir götuna og bílplan fyrir neðan götu (hús nr. 9, 11, 13 og 15) og þaðan á göngustíg á milli húsa inn á skólalóðina. Umferð við götuna er oft langt umfram hraðamörk og hefur ítrekast skapast hætta við götuna þar sem standa hús nr. 9, 15 (neðan götu) og 10 og 16 fyrir ofan götu. Við Haðaland (þar sem aðkoma að Fossvogsskóla er að finna) hefur verið sett þrenging til að draga úr hraða umferðar. Lagt er til að sambærileg þrenging eða hraðahindrun verði lögð við Kvistaland til þess að draga úr hraða og hættu. Nauðsynlegt er að það sé gert til þess að auka öryggi gangandi vegfarenda sem að stærstum hluta eru börn á leið í skóla.

Points

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information