Hvað viltu láta gera? Gera þétt net af samgönguhjólreiðastígum um allt Breiðholt Hvers vegna viltu láta gera það? Til að gera að samgönguhjólreiðar að alvöru valmöguleika þarf að halda áfram á þeirri braut sem borgaryfirvöld hafa verið á undanfarin ár. Gerð þéttriðins stíganets um Breiðholtið einfaldar fólki að komast leiðar sinnar á reiðhjóli á milli borgarhluta. Stíganetið myndi þjóna þeim tilgangi að safna hjólaumferð saman og beina henni á hjólastofnbrautir borgarinnar. Eins myndi stíganetið einfalda verulega samgöngur hjólandi innan hverfis, bæði fullorðinna og barna. Kostir hjólreiða eru vel þekktir, bæði hvað varðar lýðheilsu og umhverfi.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation