Hvað viltu láta gera? Hraðinn sè lækkaðurniður í 30 allan hringinn Vesturberg, Suðurhólar, Austurberg, Norðurfell. Vesturberg sé ekki lengur skráð sem stofnæð. Bætt sé einnig við tveim þrengingum í Vesturberg með gangbrautum. Hvers vegna viltu láta gera það? Mikill hraðakstur er við Vesturberg sem skapar hættu fytir börnin. Einnig er ruglandi að sumstaðar er 30 og annarstaðar 50 þrátt fyrir mikla nálægð við skóla og tómstundastarf allann hringinn.Vesturberg sem stofnæð ber gatnskerfið ekki og sjá má það vel á umferðarþunganum og þeim örðuleika sem skapast við Vesturhóla
Það er almennur samhljómur íbúa með börn í hverfinu um hraðalækkun á þessum götum. Vegalegndir eru ekki það miklar að það komi illa niður á ferðatíma akandi umferðar. Óteljandi gatnamót, stútar, bílastæði og blindhorn gera þessar götur augljóslega að 30km hámarkshraða svæði heilt yfir. Lækkun hámarkshraða er líka augljós aðgerð í ljósi umræðu um loftslagsmál og mengun frá umferð. Lægri umferðahraði = minni loftmengun, minni hljóðmengun en fyrst og fremst meira og öruggara aðgengi gangandi vegfar
Ég þekki persónulega marga foreldra sem aka börnum sínum í skólann fremur en að senda þau gangandi eða hjólandi vegna þess eins hve umferðin er þung og hröð. Það er ákveðinn vítahringur sem verður að brjóta. Sterkasta verkfærið í því samhengi er að lækka umferðahraða í hverfum eins og þessu.
Sameinuð hugmynd Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er áþekk annarri hugmynd sem kosið verður um og heitir Hraðalækkandi aðgerðir við Vesturberg. Hugmyndinni þinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation