Hvað viltu láta gera? Færa hnapp að gangstétt til að kalla á eftir grænu ljósi yfir Kringlumýrarbraut, frá Kringlunni að Suðurveri Hvers vegna viltu láta gera það? Laga aðstöðu gangandi vegfarenda á ljósunum hjá Kringlunni að Suðurveri - þannig að gangandi vegfarendur neyðist ekki til að standa alveg við mikla umferðargötu til þess eins að ýta á hnapp og komast yfir. Að auki er hnappurinn staðsettur neðst í brekku alveg við götuna og þegar það er hált úti skapar það mikla hættu að ná í hann.
Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Sleppa þessum ljósum og byggja brú eða undirgöng. Það er of mikil umferð gangandi fólks þarna til að vera með ljós á svona mikilli umferðargötu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation