Fátt er betra til þess valdið að gefa okkur beina tengingu við náttúruna en að rækta grænmeti í okkar nærumhverfi. Ræktun er virkur lærdómur um jörðina og stuðlar að umhverfismeðvituðum lífstíl eins og í Seljagarði borgarbýli. Þróum svæðið við Jaðarsel með vistræktarhönnun; fyrir borgarbúskap ásamt útivist og samveru. Byggjum upp smáhýsi sem styrkir stoðir ræktunar á svæðinu og virks lærdóms um náttúruna. Þar getur fólk sem vill rækta grænmeti hannað garðinn sinn, skipulagt fræin, drukkið kaffi en þar má líka geyma verkfæri. Nýtum starfssemina í menntun með útikennslusvæði úr náttúrulegu efni og gerum nemendum kleift að koma og dvelja á svæðinu með kennurum hinna fjölbreyttustu skólagreina og utan þess að gefa almenning samkomustað utandyra þar sem líka er hægt fræðast um náttúruna og ræktun. Seljagarður er samfélagslega rekið borgarbýli sem vill auka aðgengi fólks að ræktun, náttúrutengingu, fólki í nærsamfélaginu og umhverfismeðvituðum lífstíl. Hann er nauðsynlegur blómstrandi hverfis með mannlífi og tilgang. http://www.bbl.is/folk/mannbaetandi-felagslandbunadur/18222/ www.seljagardur.is
Ræktun grænmetis í borg er meðvituð ákvörðun um að búa til mat á sem umhverfisvænast hátt. Sleppa við notkun megandi einnota plastumbúða heldur uppskera sjálfur meðvitað. Sleppa mengandi flutning á matvælum.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation