Stínuskógur orðin óæskilegur staður fyrir börn&fjölskyldur

Stínuskógur orðin óæskilegur staður fyrir börn&fjölskyldur

Opna Stínuskóg í átt að Elliðaánum með því að riðja burtu trjám sem liggja að göngustíg. Einnig má lagfæra rjóðrin þar sem bekkir eru og gera vistlegri. Eins og staðan er í dag dettur engum fjölskyldum í hug að setjast þar með nesti. Stínuskógur hefur á undanförnum árum breyst úr því sem átti upphaflega að vera fjölskyldureitur í andhverfu sína. Óæskileg hópamyndun hefur átt sér þar stað sem og neysla ýmiskonar, allt vegna þess hve lokað svæðið er og tiltölulega „afskekkt“. Börn í hverfinu leggja ekki gjarnan leið sína í gegnum Stínuskóg af þessum orsökum og tími er kominn á að taka þennan reit aftur til íbúanna með því að opna svæðið og gera það fjölskylduvænt til frambúðar.

Points

Óæskileg hópamyndun hefur átt sér þar stað sem og neysla ýmiskonar, allt vegna þess hve lokað svæðið er og tiltölulega „afskekkt“

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information