Lýsing á göngustíg meðfram Bugðu

Lýsing á göngustíg meðfram Bugðu

Myrkrið er verðmæti fyrir stjörnuglópa. Hefðbundinni lýsingu á göngustígnum meðfram Bugðu í Norðlingaholti verði skipt út fyrir nútímalegri lýsingu sem tendrar lampana þegar gengið er framhjá.

Points

Sammála Jóhanni Skírnissyni hér fyrir neðan

Sammála Jóhanni Skírnissyni

Norðlingaholtið er jaðarbyggð. Þar eru því góðar aðstæður til stjörnuskoðunar vegna minni ljósmengunar. Göngustígurinn meðfram Bugðu er lýstur eins og hefðbundið er. Stígurinn er afar fáfarinn í myrkri og þess vegna óþarfi að lýsa hann jafn mikið og raun ber vitni. Minni lýsing hefði sparnað í för með sér auk þess að við stjörnuglópar fengjum betra tækifæri til að stunda áhugamálið Stígurinn liggur sumsstaðar mjög nærri húsum og truflar lýsingin því íbúana sem fá óvelkomna birtu inn til sín.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Hjartanlega sammála!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information