Þegar skólalóð Ölduselsskóla var endurnýjuð fyrir nokkrum árum var leikkastali sem stóð á efra plani skólalóðarinnar fjarlægður þar eð ástand hans var bágborið. Samkvæmt teikningum að lóðinni átti hann að standa og vera hluti af þeim leiktækjum sem á lóðinni skyldu vera. Leikkastalinn var mikið notaður, bæði af nemendum skólans og börnum í hverfinu. Skólasamfélagið hefur hug á að fá nýjan kastala í staðinn fyrir þann gamla sem var fjarlægður.
Hægt er að færa rök fyrir því að skólasamfélagið hafi verið svikið þegar kastalinn var fjarlægður án þess að nýr yrði settur upp í staðinn.
Þessi hugmynd var sameinuð við hugmyndina „Leikkastalann til baka á skólalóð Ölduselsskóla“ sem er í kosningu.
Algjörlega sammála, hér - klára það sem hafið var og standa við það sem var lofað að yrði hluti af skólalóðinni :-)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation