Ef að Reykjavík hefur áhuga á að minnka bílaumferð þarf að vera hvati fyrir fólk að nota aðrar samgönguleiðar. Ein leið væri t.d. að borgin myndi veita einstaklingum sem gera samgöngusamning við borgina ókeypis í sund og söfn. Þetta ætti ekki að vera íþyngjandi aðgerð fyrir borgina þar sem þeir reka þegar þessar stofnanir og hafa verið að vinna með samgöngusamninga í gegnum ýmis fyrirtæki.
Þessi aðferð myndi hvetja einstaklinga til að ferðast á vistvænum máta og myndi þar með draga úr mengun. Þetta myndi einnig hafa heilsueflandi áhrifa á fólk og hvetja þau til að fara í sund. Einnig myndi þetta auka menningaáhuga hjá fólki ef það myndi nýta sér að fara á söfn í auknu mæli.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem ekki er um að ræða eiginlegt nýframkvæmda- eða viðhaldsverkefni. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation