Skautasvell í Seljahverfið (Ís- og línuskauta)

Skautasvell í Seljahverfið (Ís- og línuskauta)

Búa til afgirt ís og línuskautasvell (ekki minna en grasfótboltavöllurinn) með lýsingu sunnan við grasfótboltavöllinn á óræktarsvæði sem er þar núna við Jaðarsel. Á veturnar verður völlurinn notaður sem skautasvell með tilheyrandi búnaði sem þarf til þess og á sumrin væri hægt að nýta sama völl fyrir línuskauta. Hafa skal opinn þann möguleika að síðar sé hægt að byggja yfir þetta skautasvæði.

Points

Styrkir íbúa í að stunda alhliða hreyfingu með gott aðgengi að ýmis konar íþróttum án þess að vera iðkandi í íþróttafélagi. Veitir fjölskyldum aðgengi að góðri hreyfingu saman á svæði þar sem fleiri möguleikar eru fyrir hendi. Um er að ræða stórt autt svæði vestan við Krónuna við Jaðarsel. Svæðið er í dag illa hirt og lítið hægt að nota það vegna óræktar og rusls. Góð nýting á svæðinu væri að bæta við 2 afgirtum tennisvöllum og þar með styrkja þetta svæði enn frekar sem ahliða íþróttasvæði.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Sennilega mikill háfaði í skautum á sumrin og því gengur þetta ekki, mjög nálægt nærliggjandi húsum.

Ég sé alveg fyrir mér á þessu svæði væru bæðu skautasvæði og tennisvellir. Um er að ræða mjög stórt autt svæði en hluti af því er notaður í matjurtagarða en annara er restin af svæðinu í órækt og illa hirt.

Frábær hugmynd.

Óræktarsvæði? Þarna er félagsgarður sem er í stöðugri þróun (Seljagarður/Hjartastað) og verður fallegri og falegri með hverju ári. Af hverju á að skemma þetta fyrir fólkið sem er að rækta þarna?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information