Á höfðabakka 9 eru mjög mörg fyrirtæki, þar með talið pósthús og banki. Það er bara ein leið inn og út af svæðinu, um ljós að Höfðabakka. Oft mindast skelfilegar biðraðir þarna. Því legg ég til að opnaðar verði fleiri leiðir inn og/eða út af svæðinu. T.d. með nýjum inn og útgangi inn á stórhöfða, sem er með anga beint fyrir aftan Höfðabakka 9c. Einnig gæti verið sniðugt að búa til aðrein frá svæðinu inn á Vesturlandsveg sem er beint við hliðina sem yrði þá útkeyrsla eingöngu.
Koma í veg fyrir langar biðraðir þar sem fólk er fast í bílunum sínum og hefur ekkert annað að gera en að bölva borgaryfirvöldum fyrir aðkomuna við Höfðabakka 9 ;)
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation