Þegar ég flutti í útivistarparadísina Laugardalinn kom mér óskaplega á óvart hvað aðgeng íbúa að paradísinni væri takmörkuð. Ástæðan er sú að allur Laugardalurinn er köflóttur af grindverkum sem afmarka hina ýmsu sparigarða, t.d fjölskyldu og húsdýragarðinn og fótboltavellina. Fjölskyldugarðurinn mundi nýtast betur ef hann yrði opnaður. Gamla bílatorfærubrautin gæti orðið hjólabraut, leikvöllurinn væri kærkomin samverustaður fyrir fjölskyldur, og hægt að ná inn fjármagni með veitingasölu o.f.l
Eins og er nýtast grindverkin helst til að búa til þægilega aðstöðu ungmenna sem vilja vera fjarri foreldrum sínum á kvöldin, mikið sport að finna göt í grindverkunum. Dýrin yrðu líklega ekki fyrir meiri truflun en er núþegar, og hægt væri að hafa hluta garðsins afgirtann.
Eins væri hægt að ná inn fjármagni með betra skipulagi á veitingasölu. Jafnframt væri hægt að halda áfram að selja armbönd í tæki sem væru aðeins opin á daginn, eins mundi þetta leysa vanda með aðgreiningu á göngu og hjólastígum.
Styð þessa góðu hugmynd mjög :) Ég nýti og nýt þessarar Paradísar í hverri viku og þætti fengur meiri fjölbreytni ferða um garðinn
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation