Lækka hámarkshraða á Háaleitisbraut framan við Austurver

Lækka hámarkshraða á Háaleitisbraut framan við Austurver

Mörg börn þurfa að fara yfir Háaleitisbrautina við Austurver á leið í og úr skóla [ Háaleitisskóla - Hvassaleiti]. Nauðsynlegt er að auka umferðaröryggi gangandi vegfarenda á þessum slóðum. Fyrsta skref gæti verið að byrja á að lækka hámarkshraðann á Háaleitisbrautinni, við ljósin framan við Austurver niður í 30km/klst líkt og hefur verið gert með góðum árangri víða í borginni.

Points

Það hefur verið farið í sambærilegar aðgerðir víðsvegar um borgina í gegnum tíðina. Dæmi um sambærilegar götur þar sem umferðarhraðinn hefur ferið tekinn niður eru t.d. Skeiðarvogur, (vegna barna á leið í Vogaskóla), og á Háaleitisbraut norðan Fellsmúla/Safamýri (vegna barna í Háaleitisskóla Álftam.) Svo við tökum nærtæk dæmi. Þessar aðgerðir eiga það sameiginlegt að vera vel heppnaðar og hafa skilað sér í færri óhöppum, minni mengun og síðast en ekki síst meira öryggi fyrir gangangi vegfarendur

Gott og vel en þarf þá ljósið? Minni hraða en engin ljós

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information