Bæta þarf lýsingu við gatnamótin þar sem hundruð barna fara um til Langholtsskóla sem og fjöldi bíla við upphaf skóladags. Á veturna er dimmt og jafnvel leiðindarveður sem skemmir sýn bílstjóra á gangandi börn þar um. Gatnamótin eru lítil og þröng og ekki hjálpar brekkan niður að skólanum þegar ljósgeislar fara í augun á bílstjórum sem koma frá skólanum.
Aukin lýsing stórbætir öryggið um þessi fjölförnu gatnamót
Betri lýsing má líka ná lengra niður Holtaveginn alveg að skólanum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation