Á mótum Laugalækjar og Hrísateigs er stórt og illa frágengið svæði sem mætti nýta betur og styðja þannig mannlíf og nærsamfélagið í hverfinu.
Á horni Hrísateigs og Laugalækjar er smám saman að verða til skemmtilegt umhverfi með nýjum veitingastað, pylsugerðameistara, bakaríi og frú Laugu. Með endurhönnun svæðisins og auknum gróðri mætti td. útbúa aðstöðu fyrir torgsölu og auka þannig einn á fjölbreytnina með því að gera einyrkjum og minni framleiðendum kleyft að bjóða fram vöru sína. Einnig væri hægt að sjá fyrir sér leiksvæði fyrir börn eða tónlistarpall.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation