Körfuboltavöllur í Laugardal

Körfuboltavöllur í Laugardal

Alvöru körfuboltavöllur með góðum körfum (4-6 stk.) og undirlagi frá Sport-Court fyrir börn og fullorðna. Væri staðsettur við Brettavöllinn/Þróttarabílastæðin og myndi ekki valda ónæði t.d á kvöldin.

Points

Frábær hugmynd, löngu kominn tími á þetta. Ennfremur nauðsynlegt nú þegar Ármanni gengur svona vel í körfunni að ungt fólk hafi góða aðstöðu til að iðka íþróttina.

Það er enginn alvöru körfuboltavöllur í Laugardal, íþrótta- og útivistarparadís höfuðborgarinnar. Það voru körfur á Þróttarabílastæðinu sem teknar voru við lagfæringu/breytingar og ekkert kom í staðinn. Körfubolti er mjög skemmtileg og vinsæl grein sem auðvelt er að iðka 1, 2 eða fleiri og að auki gengur Körfuknattleiksdeild Ármanns vel og hefur verið mikil aukning iðkenda krakka á öllum aldri í félaginu. Þessi tillaga fór í lokavalið á síðasta ári en var ekki samþykkt þá, nú er tækifæri!

Ungir krakkar þurfa alvöru völl til að efla hæfileika sína. Einnig frábær vettvangur fyrir fjölskylduna til að hafa gaman saman.

Snilld

Mér þykir þetta afbragðs tillaga. Körfubolti er góð skemmtun og hreyfing af bestu gerð.

😀

Það er mikil þörf á körfuboltavelli í Laugardalnum. Nauðsynlegt að mæta mikilli aukningu í fjölda iðkenda á öllum aldri.

Þess má geta að þetta var vinsælasta tillagan í fyrra yfir öll hverfi Reykjavíkur með tæplega 300 "LIKE" en því miður náðist ekki að fá hana í gegn í íbúakosningunni í lokin. Vonandi næst það núna enda þörf á velli. :)

Svona völl þarf í öll hverfi í Reykjavík

Löngu tímabært að fá alvöru völl í hverfið. Malbikið við Langholtsskóla er ekki beint fýsilegur kostur.

vantar körfuboltavöll!

Laugardalurinn er íþróttasvæði en bara ef þú æfir með íþróttafélagi. Það er að segja, að frí svæði til að iðka íþróttir í Laugardalnum finnast varla, nema það er auðvitað frítt að skokka. Körfuboltavöllur ætti að vera fyrir löngu kominn en einnig tennisvöllur sem er opinn almenningi. Það er einn slíkur í Kópavogi - hvar í Reykjavík, höfuðborginni?

Alveg sjálfsagt að ýta frekar undir körfuboltann líkt og hefur verið gert við fótboltann með óteljandi sparkvöllum. Körfubolti er líka tílvalin íþrótt þar sem hægt er njóta félagsskapar og stunda íþrótt án þess að vera löðursveittur :) hægt að hafa mun afslappaðra andrúmsloft þar. Einnig gæti þetta orðið vinsæll staður til að "hanga" á t.d um helgar og það ét aldeilis tilvalin forvörn að skjóta á körfu með gæða undirlagi.

😀

Það hefur sýnt sig að battavellirnir sem hafa sprottið upp síðustu ár eru að skila öflugra knattspyrnufólki en Íslendingar hafa áður átt. Kominn tími á að gera slíkt hið sama fyrir önnur íþróttabandalög. Það er líka vitað mál að íþróttir eru besta forvörnin, því eigum við að setja kraft í að veita ungmennum landsins möguleikann á að stunda og æfa sem flestar íþróttagreinar fyrir utan skipulagða æfingatíma.

Algjört möst að hafa alla vega einn svona völl í laugardalnum. Stórhættulegt að spila á drullugu malbiki sem mikið af grjóti er á. Þetta er frábær staðsetning þar sem hávaðamengun til íbúðarhúsnæða er í algjöru lágmarki og þetta er nálægt bæði langholtsskóla, laugarnesskóla og laugalækjarskóla. Hellingur af fólki sem langar oft í körfu en ekki aðstaða til.

Líst frábærlega á þessa hugmynd.

☝☝

Þetta er besta hugmynd sem ég hef séð. Gott að geta farið í körfu í hverfinu sínu. Karfa er frábært hreyfing og góð útivist og ýtir undir bætta lýðheilsu fólks.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information