Í Laugardal/Langholtshverfi vantar aðstöðu sem stuðlar að meiri útivist og virkni (ókeypis): 1) Skólahreysti-braut á opnu svæði. Er við Laugardalslaug en þarf að gera þessar þrautir á sundfötunum. 2) Borðtennisborð með neti utandyra (úr steypu/stáli). Gæti verið undir skýli.Er víða í görðum í Berlín. Fólk skaffar spaða/kúlur sjálft. 3) Aðstaða fyrir úti-blak, -badminton, -minigolf o.fl. 4) Tómstundamiðstöð fyrir grunnskólabörn (og foreldra) m/billjard, borðtennis, þythokky ofl.
Með sívaxandi notkun skjátækja (sér í lagi barna/ungmenna) þarf að vera staður þar sem öll börn á grunnskólaaldri geta gleymt sér í leik, útivist, íþróttum, eftir skóla og um helgar, gjaldfrjálst og í hverfinu!
Það má bæta við tennisvelli, ókeypis. Það er einn slíkur í Kópavogi, en enginn í Reykjavík! (enginn sem ég veit um). Önnur hugmynd hér inni er um körfuboltavöll í Laugardalinn. Það vantar alls konar útiafþreyingu og betri leiksvæði í Laugardalinn.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation