Sparkvöllurinn sem kallaður var Maló í gamla daga, og er fyrir neðan innstu raðhúsalengjuna í Búlandi, er í mjög lélegu ástandi. Djúpar holur hafa myndast fyrir framan öll mörk á vellinum og hann í raun hættulegur þeim börnum sem hann nota, en á sumrin er þessi völlur nánast í stöðugri notkun enda mikið af börnum í hverfinu. Taka þyrfti upp ónýtar torfur, slétta undirlag og tyrfa upp á nýtt svo ekki sé nú talað um að laga ástand markanna sem á vellinum standa.
Löngu kominn tími á smá lagfæringar. Það þarf kannski ekki mikið en völlurinn er orðinn mjög hættulegur
Völlurinn er ekki boðlegur og í raun hættulegur í núverandi ástandi.
Dæmi um að krakkar hafi tognað illa á þessum velli...Kominn tími á að laga hann og senda krakkana í hverfinu út að leika :)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation