Hvernig væri að loka bílastæðin af frá Sogavegi með steyptum kanti og tengja þau frekar bílastæðunum fyrir framan sjoppuna á Réttarholtsvegi? Þá væri hægt að keyra inn/út á stórt bílastæðaplan annaðhvort frá Réttarholtsvegi eða frá Sogavegi um portið við hlið byggingarinnar. Einnig þyrfti að loka útkeyrslunni af planinu út á Réttarholtsveg sem er aðeins ca 0,5 - 1 m frá gatnamótunum sem gerir ökumönnum sem ætla sér að taka vinstri beygju inn á Sogaveginn mjög erfitt að meta aðstæður.
Við þetta má bæta að aðgengi fyrir gangandi er mjög slæmt þarna því gangstéttir eru mjög mjóar og verða enn mjórri þegar bílum er lagt með húddið langt upp á gangstétt. Gangstéttin vestan megin er t.d. það þröng að yfirleitt geng/hjóla ég á bílastæðinu.
Allir sem hafa keyrt Sogaveginn oftar en tvisvar hafa upplifað teppuna sem myndast við gatnamót Réttarholtsvegar og Sogavegar. Þegar bílar eru bakkandi út úr stæðum sem eru fáeinum metrum frá gatnamótum skapast mikil slysahætta. Einnig þegar bílar nema staðar þetta nálægt gatnamótum og reyna að komast í stæði sjálfir. Þá hefur þetta skipulagsleysi einnig leitt til þess að fólk leggur upp á gangstétt hinumegin við Sogavegin og hleypur yfir götuna til að versla í apótekinu eða fara í hraðbankann.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation